Verkefnastjórnun
Við náum árangri vegna þess að við búum yfir stjórnunarlegri hæfni til að klára verkefni!
Verkefnastjórnun er aðferðafræði sem felur í sér undirbúning verkefnis, skipulagningu þess, áætlanagerð og eftirlit með öllum þáttum verksins. Það er hlutverk verkefnastjóra að bera ábyrgð á að verkefnið klárist, fá hæfa einstaklinga í verkið, skilgreina og útbýta ábyrgð til að framkvæma einstök atriði verksins, sjá um áætlanagerð og fylgjast með verkinu.
Verkefnastjóri skal einnig sjá til þess að allir aðilar verksins séu með sameiginlegan skilning á grunnþáttum þess og bera ábyrgð á því að samræma verkefni yfir fjölda deilda.